Mokka-Kaffi á Skólavörðustíg 3a var stofnað árið 1958 af hjónunum Guðnýju Guðjónsdóttur og Guðmundi Baldvinssyni og er staðurinn enn í eigu sömu fjölskyldu. Mokka er eitt af elstu kaffihúsum í Reykjavík og fyrst kaffihúsa á Íslandi til að kynna ítalska kaffigerð, þar sem hver bolli er lagaður sérstaklega.


Boðið er upp á gott ítalskt kaffi, heitt súkkulaði og að mati margra bestu vöfflur bæjarins. Myndlistarsýningar hafa verið á staðnum frá upphafi og margir virtir listamenn haldið þar sýningar. Staðurinn hefur lítið sem ekkert breyst í gegnum árin og er fastur punktur í tilveru margra gesta.


Á sumrin eru borð og stólar utandyra þegar veður leyfir en á Skólavörðustíg er mikil veðursæld.


Opið alla daga kl. 9.00 -18.30

OPEN DAILY from 09:00 -18:30

OUVERT TOUS LES JOURS  9.00 -18.30An Icelandic tradition since 1958.  Mokka is one of Reykjavik´s oldest cafés and the first to install an espresso machine and serve espresso, cappuccino, and café latte in Iceland. There´s a tempting selection of sandwitches, cakes, and the coffee and hot chocolate are excllent with their famous house waffles, served with cream and jam.  The déckor – red carpet, leatherette booths and stools – hasn´t changed much althought the art on the walls is changed every 4–6 weeks as the café has doubled as an Art gallery with new art for sale since opening. There are echoes of the 60s about this cozy, music-free café where the seats are usually filled by loyal customers.